Babbalagið

Eyvindur Ingi Steinarsson

Hér er bráðskemmtilegt og grípandi lag frá Eyvindi Inga Steinarssyni í Vestmannaeyjum. Á myndskeiðinu má sjá mjög einfalda og sniðuga leið til að láta börnin spila undir á málmspil.

Eyvindur sendi lýsingu á því hvernig lagið varð til:

Babbalagið varð til er ég nýtti mér fábrotinn hljóðfærakost leikskóla er ég vann á. Þar á meðal var xýlófónn með lausum hljóðstöfum. Ég raðaði upp hljómaganginum í C-Am-Dm-G og spilaði undir á gítar. Börnin léku (4) á hljóðstafina, hvert 2 takta í senn. Tvær stúlkur fóru að syngja Ba-babba-ba-babba. Þá var hugmyndin komin. Ég fór heim í kaffinu og setti Babbalagið saman.

Babbalagið

(C) Við getum spilað, og heyrðu nú,
(Am) Við getum sungið, miklu hærra en þú,
(Dm) Við getum leikið saman (G) babbalagið, 1,2,3,4
(C) Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba
(Am) Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba
(Dm) Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba
(G) Ba-babba-ba-babba-ba-babba-ba-babba

Lag og texti: Eyvindur Ingi Steinarsson

Hljóðstafir

Málmspil með lausum hljóðstöfum

  • C: börnin spila á C og E
  • Am: börnin spila á A og C (litla)
  • Dm: börnin spila á D og F
  • G: börnin spila á G og H
Síðast breytt
Síða stofnuð