Do-Re-Mi leikur

Norðurberg, Hafnarfirði

Berglind Mjöll (Bella) á leikskólanum Norðurbergi í Hafnarfirði bjó til þennan skemmtilega leik sem hentar vel fyrir börn frá fjögurra ára aldri. Í leiknum eða spilinu ef svo má kalla búa börnin til tónverk saman og hafa mjög gaman af.

Hvert barn fær spjald um hálsinn sem á stendur Do-Re-Mi-Fa-So-La eða Ti. Barnið fær tónstaf til sín sem er sá sami og er á spjaldinu.

Til þess að auðvelda börnunum að muna hvaða tónn þau eru er á spjaldinu dýr sem auðveldar þeim að muna. Skjaldbakan So, Drekinn Do o.sfv.

Kennari er með spil sem á standa Do-Re-Mi-Fa-So-La og Ti sem börnin draga úr spil sem síðan er raðað óreglulega á gólfið eða upp á töflu ef slík er til staðar.

Kennari stjórnar hvenær hvaða barn spilar sinn tón og barnið þarf að fylgjast með þegar röðin er komin að því að spila. Svona geta börnin búið til tónverk saman með hjálp kennara.
Spilið er gert úr endur unnu efni. Það er einfalt og börnunum finnst gaman að búa til tónverk.

(leikur gerður af Berglindi Mjöll)

Síðast breytt
Síða stofnuð