Ein stutt, ein löng með formum

Það virðist vera svo erfitt fyrir leikskólabörn að hætta að nota orðið "kassi" yfir alls konar ferhyrninga. Mér datt í hug að búa til ný erindi við lagið "Ein stutt, ein löng" og það virðist virka mjög vel til að festa þetta í minni. Þegar ég syng það með börnunum nota ég myndir til stuðnings. Neðar á síðunni má sækja skjöl með myndunum, tilbúnum til útprentunar. Myndskeiðið hér að neðan var tekið upp í Skólatröð, sem er ein deilda Urðarhóls, árið 2015.

Ferningur, hús og kassi með mús

Ein stutt, ein löng

(D) Ein stutt, ein löng
(G) Hringur á stöng
(A) og flokkur sem 
spilað' og (D) söng

(D) Ferningur, hús
(G) og kassi með mús
(A) Kassi með mús og
Ferningur,(D) hús

Ein stutt, ein löng…

þríhyrningur, þak
og taska á bak
Taska á bak
þríhyrningur, þak

Ein stutt, ein löng…

Tígull og ás
og lykill í lás
Lykill í lás,
tígull og ás

Ein stutt, ein löng…

Sporaskja, egg
og klukka á vegg
Klukka á vegg og
sporaskja, egg

Ein stutt, ein löng…

Hjarta og hönd 
og Andrés Önd
Andrés Önd
og hjarta og hönd

Ein stutt, ein löng…

Stjarna og lús 
og Mikki Mús
Mikki Mús
og stjarna og lús

Ein stutt, ein löng…

Prenta út lagið (PDF)
Lagið er upphaflega danskt og heitir: "En kort, en lang, en trekant, en stang".
Viðlagið á íslensku: óþekktur þýðandi.
Erindi um formin: Birte Harksen, 2015.

Myndskeið

PDF með formum

Til hægðarauka má sækja hér myndirnar sem ég nota með formunum:

Þríhyrningur, þak og taska á bak

Tígull og ás og lykill í lás

Sporaskja, egg og klukka á vegg

Hjarta og hönd og Andrés Önd

Stjarna og lús og Mikki Mús

Síðast breytt
Síða stofnuð