Fíllinn Ellý lærir um formin

Ég hef tekið eftir því að leikaskólabörn eiga erfitt með að læra að nota orðið "ferhyrningur" í stað "kassi", þannig að mér datt í hug að búa til þetta litla lag um fílskálfinn, Ellý, sem er að læra um formin. Ellý er alltaf að ruglast og þarf þess vegna hjálp krakkanna, og síðan gerir hún "thumbs up" með fíla-lúðrablæstri til að þakka þeim fyrir. Óþarft að taka fram að börnin eru mjög hrifin af Ellý og af laginu og að þau eru orðin miklu öruggari í heitum grunnformanna. Þeim finnst líka gaman að breyta til, eins og t.d. "Ellý er að læra um snjóinn"...

Er þetta hringur eða ferhyrningur? Kannski er það þríhyrningur?!

Ellý lærir um formin

Ellý, Ellý, fíllinn Ellý
er að læra um formin. 
En Ellý, hún er alltaf að ruglast. 
Kannski þurfum við að hjálpa?!

Ellý, Ellý, fíllinn Ellý
er að læra um formin.
Er þetta hringur eða ferhyrningur?
Kannski er það þríhyrningur?!

...Eða hjarta? 
...Eða stjarna?

Lag og texti: Birte Harksen, 2012

Myndskeið

Á myndskeiðinu hér fyrir neðan er hægt að heyra hvernig laglínan er, og ennig sjá hvernig ég nota diskana með formunum á. Það væri líka gaman að breyta til með því að leyfa einhverju barnanna að velja hvaða disk á að snúa næst og segja síðan hvað formið heitir.

Lagið notað í sögustund

Á Leik að bókum er síða þar sem Ellý lærir að hlusta sem sýnir hvernig nota má lagið í sögustund.

Síðast breytt
Síða stofnuð