Geitasmiðurinn

Börnin á deildinni smíðuðu saman stórflotta geit og lærðu um leið fullt af skemmtilegum fróðleik um geitur. Þau gerðu líka nýjan texta við "Ég negli og saga" þar sem fjallað er um geitasmíðina. Þetta er örugglega flottasta geitin á íslandi og hún er svo stór að þrjú börn komast auðveldlega fyrir á henni, eins og sést á mynd hér að neðan.

Áður en börnin byrjuðu að smíða geitina reyndu þau að ímynda sér hvernig hún yrði og gerðu myndir til að sýna það. Þau gerðu líka litla sögu um geitina sína.

Börnin notuðu svo sannarlega hugmyndaflugið

Geiturnar urðu skemmtilega ólíkar

Smíðagleðin ræður för

Feldurinn kominn á. Hann er svo mjúkur

Geitasmiðurinn

       C          Am
Ég negli og saga
       F           C
og smíða mér geit
       G7           C
og fer síðan á henni
G7              C
strax upp í sveit
      C           Am
Og geitin hún borðar
       F               C    
og verður mjög feit
       G7           C
og gefur mér peysu 
        Dm            G7  C
sem mér finnst svo heit

Lag: "Bátasmiðurinn"
Texti: Börn og kennarar á Sjávarhóli

Myndskeið

Íslenska geitin

Við börnin skrifuðum bréf til Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur, en hún er bóndi á Háafelli og frumkvöðull í verndun íslenska geitastofnsins. Við sögðum henni frá því hvað við höfum lært og gert í tengslum við geitur og þökkuðum henni kærlega fyrir að bjarga íslensku geitinni. Þetta gladdi hana mjög :)

Krakkahópurinn með geitinni

Jóhanna geitakona

Smíðað af kappi

Síðast breytt
Síða stofnuð