Hunangsflugan

Börnin hafa alltaf gaman af litlum fljúgandi dýrum með vængi, og það er líka alltaf auðvelt að tengja lög sem fjalla um slík dýr við hreyfingu og hreyfileiki. Dæmi um slíkt er Hungangsflugan.

Þegar ég kynnti lagið fyrir börnunum var ég með litla hunangsflugu á gormi sem festur var á prik. Börnin fengu gerviblóm, og meðan við sungum lagið flögraði hunangsflugan milli blómanna. Gaman var að fylgjast með viðbrögðum barnanna.

Síðar þegar börnin þekkja lagið betur er hægt að tengja það við hreyfileik þar sem einn er flugan sem flögrar um meðan sungið er (gjarna með býflugutuskudúkku eða býfluguhatt t.d. frá Ikea), en svo þegar vísan er búin verður hún að setjast á blóm (= eitthvert hinna barnanna) sem svo er hunangsflugan í næstu umferð.

Hungangsflugan

Til og frá
flögrar kvik og smá
hungangsflugan blóm af blómi,
einlægt suðar sama rómi.
Kvik og smá
Flögrar til og frá.

Gítargrip:

// D A / D / A / D /
D / A / D / A /
D A / D / A7 / D //

Smellið hér til að hlusta á lagið á MIDI-sniði

Þýskt þjóðlag ("Summ, summ, summ! Bienchen summ herum!"). Íslensk þýðing: Björn Franzson.

Þessa þýðingu er að finna á bls. 70 í bók Elfu Lilju Gísladóttur, Hring eftir hring.

Fleiri tengdar hugmyndir

Hlustið á Býfluguna eftir Rimsky-Korsakov
(sjá Hring eftir Hring, bls. 125).

Elfa Lilja er líka með skemmtilegan leik sem heitir Maja býfluga. Honum er lýst í Hring eftir hring á bls. 153.

Lagið á dönsku

Síðast breytt
Síða stofnuð