Hver er að banka?

Þessi bók (og lagið sem ég nota með henni) varð strax mjög vinsæl bæði hjá yngri og eldri börnum í Urðarhóli. Börnunum finnst gaman að segja "Farðu burt" þegar við syngjum lagið og þau lifa sig inn í söguna af lífi og sál. Á myndskeiðinu klippti ég saman upptökur af þremur mismunandi deildum þannig að hægt er að sjá viðbrögð bæði yngri og eldri barna.

Bókin heitir Knock, Knock, Who's There? og er eftir Sally Grindley og Anthony Browne. Hún fjallar um stelpu sem er að fara að sofa og er að bíða eftir að pabbi hennar komi að lesa fyrir hana. En á meðan hún bíður koma alls konar óhugnanlegar verur og banka upp á hjá henni. Hún segir þeim öllum að fara burt, því að hún er að bíða eftir pabba sínum (en þegar maður skoðar nánar sér maður að allar verurnar eru í eins inniskóm og pabbinn). Bókin fæst á Amazon.

Farðu burt!

Farðu burt górilluapi! 
Farðu burt! FARÐU BURT!
Farðu burt górilluapi! 
Farðu burt! FARÐU BURT!
Ég er að bíða eftir pabba
Enginn annar fær að labba
hérna inn,
því ég vil fá hann pabba minn!

2: Farðu burt galdranorn...

3: Farðu burt ljóti draugur...

4: Farðu burt vondi dreki...

5: Farðu burt stóri risi...

Myndskeið

Það var strax ljóst að þessi bók væri tilvalin til að nota í sambandi við verkefni okkar Immu, "Leikur að bókum", og þess vegna höfum við gert tvö myndskeið sem sýna þetta. Sjá hér.

Síðast breytt
Síða stofnuð