Klappa saman lófum og mallakút

Frá Arnasmára í Kópavoginum kemur hér alveg yndislegt og skemmtilegt lítið hreyfilag som Eyrún Birna Jónsdóttir tónlistarkennari sendi mér. Lagið er sungið við sömu laglínu og "Allir eiga að syngja" (Síðasta lína er sungin eins og sú þriðja).

Klappa saman lófum

Klappa saman lófum, klappa lófum,
Klappa saman lófum og mallakút.
Nebbinn hljómar vel (taka í nefið: "í-í-í-í-í")
Munnurinn spilar með (purra með vörum)
Klappa saman lófum, og mallakút!

Sænskt lag: "Klappa lilla magen"
Þýðing: Eyrún Birna Jónsdóttir

Myndskeið

Eyrún tók upp myndskeið af laginu, sem hægt er að sjá hér.

Nýtt myndskeið af Aðalþingi kemur hér vonandi bráðum.

Síðast breytt
Síða stofnuð