Kónguló á gólfinu

Kóngulóin er eitt af þeim dýrum sem börn hafa mikinn áhuga á, ekki síst yngstu börnin. Þetta lag er skemmtilegt vegna þess að börnin geta "gert kónguló" með hendinni og látið hana skríða um eftir því sem textinn segir til um. Laglínuna þekkjum við öll: "If you're happy and you know it". Sjá myndskeiðið hér að neðan, þar sem Heiða leikskólakennari syngur með börnunum á Stjörnuhóli.

Þegar ég nota lagið með eldri börnum, er sérstaklega gaman að sýna þeim myndirnar í bókinni meðan við syngjum. Þetta er bók á ensku, sem ég þýddi söngtextann úr. Það sem er börnunum finnst svo skemmtilegt er að skoða myndirnar og fylgjast með öllum dýrunum sem flækjast í kóngulóarvefnum. Bókin heitir Spider on the Floor. Textinn er eftir Raffi og myndirnar eftir True Kelley. Bókin á Amazon

Kónguló á gólfinu

Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu x2
Hvað er hún að gera inni
hér á deildinni minni?
Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu

Það er kónguló sem spinnur vef á fætinum x2
Ég stappa fótunum og hoppa
en hún ætlar ekki’ að stoppa!
Það er kónguló sem spinnur vef á fætinum

Það er kónguló sem spinnur vef á maganum x2
Og svo hunsar hún mig bara
er  ég segi’ henni að fara!
Það er kónguló sem spinnur vef á maganum

Það er kónguló sem spinnur vef á hálsinum x2
Nei, nú fór hún yfir strikið
þetta kitlar allt of mikið!
Það er kónguló sem spinnur vef á hálsinum

Það er kónguló sem spinnur vef á nefinu x2
Það getur varla orðið verra
Því hún fær mig til að hnerra!
Það er kónguló sem spinnur vef á nefinu…   Atjúú!

Það er kónguló sem spinnur vef í hárinu x2
Svo nú fer ég bara' í sturtu
til að skola henni' í burtu!
Það er kónguló sem spinnur vef  í hárinu

…  en nú hoppar hún af!

Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu x2
Hún á ekki' að vera inni 
hér í íbúðinni minni?
Það er kónguló sem spinnur vef á gólfinu...

Lag: "Spider on the floor" / "If you're happy and you know it"
Þýð.: Birte & Baldur

Textinn með gítargripum (pdf)

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð