Þegar fíllinn fer í bað

Það er gaman hversu vinsælt þetta lag hefur orðið meðal barnanna, því að var svosem bara smáhugmynd sem kviknaði þegar ég fékk bókina "Does an Elephant Take a Bath?". Þá bjó ég til lítið lag sem passaði við hana. Börnunum finnst bókin fyndin af því að hún sýnir mismundi dýr í baðkeri en hún fræðir okkur líka um það hvernig þessu dýr fara í alvörunni að því að halda sér hreinum.

Af því lagið er svo einfalt þá tók ég eftir því að börnin voru farin að nota það sjálf þegar þau voru að skoða bókina án kennara. Á myndskeiðinu hér fyrir neðan má þar fyrir utan sjá í lokin hvernig strákarnir eru í raunnini að nota allt aðra dýrabók en tengja samt lagið við hana líka :o)

Bókin á Amazon.co.uk

Þegar fíllinn fer í bað

Þegar fíllinn fer í bað,
gerir hann eins og við?
Fer hann inn á baðherbergið,
skríður upp í baðkerið?

Nei! Það gerir han ei!

Þegar nashyrningur fer í bað,
gerir hann eins og við?
Fer hann inn á baðherbergið,
skríður upp í baðkerið?

Nei! Það gerir han ei!

o.s.frv.

Lag og texti: Birte Harksen

Þegar nashyrningur fer í bað...

Þegar apinn fer í bað...

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð