Bahay Kubo er filippseyskt lag um grænmetið sem vex í kringum lítinn bambuskofa . Á Urðarhóli vinnur Thess frá Filippseyjum, og dóttir hennar var á stofunni hjá mér. Þess vegna langaði mig til að kenna börnunum lag þaðan, og Thess benti mér á Bahay Kubo vegna þess að þar er alls konar grænmeti nefnt á nafn - og þetta er þrátt fyrir allt heilsuleikskóli!
Til þess að við skildum hvaða grænmeti við værum að syngja um, leitaði ég lengi á netinu að réttu myndunum, svo að ef einhvern skyldi langa til að gera myndrenning við lagið, þá er það bara um að gera að hafa samband við mig. Á seinna myndskeiðinu má einmitt sjá hvernig börnin fylgjast með á myndrenningnum meðan þau eru að syngja.
Ég er mjög stolt af að það skyldi takast að kenna 27 börnum að syngja svo vel á Tagalog, og um þessar mundir má heyra lagið sungið vítt og breitt á Urðarhóli öllum til gleði og ánægju.
Sjá líka upptökur okkar af fílippseysku vögguvísunni: "Sa Ugoy Ng Duyan" úr Stubbaseli fyrir nokkrum árum.
Bahy Kubo
Bahay kubo, kahit munti
Ang halaman doon, ay sari sari
Sinkamas at talong, sigarilyas at mani
Sitaw, bataw, patani.
Kundol, patola, upo't kalabasa
At saka mayroon pang labanos, mustasa,
Sibuyas, kamatis, bawang at luya
Sa paligid-ligid ay puno ng linga.
Myndskeið
Ensk þýðing
Nipa hut, even though it is small
The plants it houses are varied
Turnip and eggplant,
winged bean and peanut
String bean, hyacinth bean, lima bean.
Wax gourd, luffa,
white squash and pumpkin,
And there is also radish, mustard,
Onion, tomato, garlic, and ginger
And all around are sesame seeds.