Fagur, fagur fiskur í sjó

Frá Holti

Texti

Fagur, fagur fiskur í sjó.
Brettist upp á halanum
með rauða kúlu á maganum.
Vanda, banda,
gættu þinna handa
Fingur, slingur,
varaðu þína fingur.
Fetta, bretta,
svo skal högg á hendi -- detta!!

Gömul íslensk þula

Saga

Eitt barnanna samdi þessa sögu:

Það var einu sinni fiskur í sjónum sem var með rauða kúlu á maganum og einhver vildi veiða hann. En hann var hættulegur og gat bitið fólk. Þá þurfti fólkið og mennirnir að passa sig og fingurna sína vel. Hann gat líka látið höggva á hendurnar og allir meiddu sig mikið. Það þarf að passa sig rosa vel.

Orðaforði og rím

  • Brettast
  • Gæta sín -- vara sig
  • Vanda -- banda
  • Fingur -- slingur
  • Fetta - bretta

Sjónrænt

Renningar og myndir. Bækur um fingur og hendur.

Hreyfing og leikir

Fara með vísuna í samverustundum en einnig í öllu daglegu starfi s.s. í fataherbergi, í útiveru o.fl. Barnið strýkur höndina á sjálfum sér eða tvö og tvö börn saman sem skiptast á. Hægt að leika fiska sem synda um og reyna að slá á hendur.

Samþætting og myndsköpun

Teikna og mála fiska. Gera renninga sjálf um vísuna. Aðrar fingravísur og söngvar. Bækur um líkamann og hvernig hann virkar.

Síðast breytt
Síða stofnuð