Ég á augu ég á eyru,
ég á lítið skrítið nef.
Ég á augnabrúnir, augnalok
sem lokast þegar ég sef.
Ég á kinnar og varir rauðar
og á höfði hef ég hár.
Eina tungu og tvö lungu
og heila sem er klár.
Ég á tennur og blóð sem rennur
og hjarta sem að slær,
tvær hendur og tvo fætur
tíu fingur og tíu tær.
Ég get gengið, ég get hlaupið
kann að tala mannamál.
Ég á bakhlið, ég á framhlið
en innst inni hef ég sál.
Ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
sem að Guð bjó til.
Ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.
Inni í heilanum spurningum
ég velti fyrir mér.
Og stundum koma svörin
svona eins og af sjálfu sér.
En samt er margt svo skrítið
sem ég ekki skil.
En það gerir ósköp lítið
því mér finnst gaman að vera til.
Ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
sem að Guð bjó til.
Ég er furðuverk,
algjört furðuverk,
lítið samt ég skil.
Höf.: Jóhann G. Jóhannsson
Sagan
Einu sinni var lítið furðuverk á gangi í skóginum. Það kom að vatni og
sá spegilmynd sína í því. Það átti augu, eyru og lítið skrítið nef. Tvær
augna búnir og augnlok, sem lokuðust þegar það svaf. Þar var með kinnar
og rauðar vari og á höfðinu hafði það hár. Svo var það með tungu og tvö
lungu og heila sem er klár.
Það tók líka eftir tönnunum sínum og fann fyrir blóðinu sem rennur og
hjartanu sem að slær. Furðuverkið var með tvær hendur og tvær fætur, 10
fingur og 10 tær. Það gat gengið og það gat hlaupið og talað mannamál.
Það er með framhlið og bakhlið og innst inni hafði það sál.