Hafið, bláa hafið

Frá Gimli

Texti

Hafið bláa hafið hugann dregur,
hvað er bak við ystu sjónarrönd?
Þangað liggur beinn og breiður vegur;
bíða mín þar æsku draumalönd.
Beggja skauta byr
bauðst mér ekki fyrr.
Brunaðu nú bátur minn,
svífðu seglum þöndum,
svífðu burt frá ströndum,
fyrir stafni haf og himininn.

Lag: Friðrik Bjarnason
Texti: Örn Arnarson

Saga

Einu sinni var maður sem fór á sjó á seglskútunni sinni, honum langaði að sjá sjónarröndina og sjá sólina sökkva í sæ. Hann fór þegar húmaði að. Það var góður vindur sem blés í seglin svo þau þöndust út og fluttu hann hratt frá ströndinni. Hann sat og hugsaði um þegar hann var lítill og dreymdi um að komast til draumaland á sinna en þau voru mörg. Hann sigldi lengi en komst ekki að sjónarrröndinni því hún fjarlægðist bara en hann sá sólina sökkva í sæ og hugsaði að nú væri hún í einu af draumalandinu hans sem var Ástralía.

Orðaforði

  • Sjónarrönd: þegar himinn og haf mætast í þessu tilfelli.
  • Draumalönd: löndin sem þig langar að heimsækja.
  • Beggja skauta byr: hafa vindinn í bakið.
  • Sigla þöndum seglum: þá eru öll segl notuð á skipinu.
  • Stafn: gafl

Hreyfing og leikir

Börnin búa til bát þar sem 2 nemendur eru báturinn og 1 er inn í bátnum og síðan róa þau eða nota segl sem hægt er að búa til og fara að leita af sjónarrönd.

Dansa með borða í litum hafsins.

Samþætting

Lög

  • Gekk ég yfir sjó og land
  • Kátir voru karlar
  • Fiska lagið um Gunnar og Geir
  • Fiskurinn hennar Stínu.

Bækur:

  • Hafið: litlir könnuðir
  • Könnum hafið (stingum okkur á bólakaf)
  • Komdu og skoðaðu Hafið (rafbók mms.is)
Síðast breytt
Síða stofnuð