Í leikskóla er gaman

Frá Garðaseli

Texti

Í leikskóla er gaman,
þar leika allir saman,
leika úti og inni og allir eru með.
Hnoða leir og lita,
þið ættuð bara að vita
hvað allir eru duglegir í leikskólanum hér.

Lag: Ási í Bæ
Texti: Höf. óþekktur

Saga

Einu sinni voru krakkar sem voru að byrja í leikskóla. Þeim fannst gaman að leika þar því allir voru að leika saman. Þau fengu að leika úti og líka inni og allir fengu að vera saman. Þau fengu leir til að hnoða og svo fengu þau að lita með litum á blað. Þið ættuð bara að vita hvað allir krakkarnir voru duglegir í þessum leikskóla. Hvað haldið þið að þessi leikskóli heiti?

Umræður – Orðaforði og hugtök

  • Af hverju eru allir að leika saman?

  • Hvers vegna er mikilvægt að leika saman?

  • Hvað þýðir að hnoða?

  • Hvernig geta börnin verið dugleg í leikskólanum?

Myndrænt

Notum myndir sem sýna hvað er verið að syngja um. Myndirnar eru hér í PDF-skjali. Þær sjást líka á myndunum hér að neðan.

Hreyfing og leikir

  • Leyfa börnunum að leika atburðarásina í laginu (hafa leir og liti og annað sem þau vilja)

Samþætting

  • Leyfa börnunum að leika með leir, leggja áherslu á orðið hnoða

  • Leyfa börnunum að lita með ýmsum tegundum af litum

  • Teikna upp mynd af leikskóla og leyfa börnunum að börn, leiktæki og fleira inn á myndina

Síðast breytt
Síða stofnuð