Ég sá mömmu kyssa jólasvein

Frá Garðaseli

Texti

Ég sá mömmu kyssa jólasvein
við jólatréð í stofunni í gær.
Ég læddist létt á tá til að líta gjafir á,
hún hélt ég væri steinsofandi Stínu dúkku hjá.

Og ég sá mömmu kitla jólasvein
og jólasveinninn út um skeggið hlær.

Ja, sá hefði hlegið með,
hann faðir minn hefði hann
séð mömmu kyssa jólasvein í gær.

Lag og ljóð T.Connor
Þýðing Hinrik Bjarnason

Saga

Einu sinni var lítil stúlka / piltur sem lá í rúminu sínu og var alveg að sofna þegar hún heyrði eitthvað þrusk inni í stofu og hún ákvað að athuga hvað það væri. Hún var nefnilega að bíða eftir jólaveininum til að gefa henni pakka undir jólatréið. Hún læddist létt á tá því mamma hennar hélt að hún væri steinsofandi hjá dúkkunni henni Stínu.

Þegar litla stúlkan kom inn í stofu þá varð hún mjög hissa því hún sá mömmu kyssa jólasveininn. Litla stúlkan læddist aftur inn í herbergið sitt og hún fór að flissa. Því að hún var alveg viss um að ef faðir hennar myndi sjá mömmu kyssa jólasveininn þá myndi hann skellihlæja.

Orðaforði og hugtök

  • stúlka
  • piltur
  • þrusk
  • létt á tá
  • flissa
  • skellihlæja

Sjónrænt

Þegar lagið er sungið nota myndir sem fylgja (sjá hér að neðan).

Hugmynd frá leikskólanum Heiðarseli:

Heiðarsel notaði tákn með tali með laginu. Ragnheiður Ragnarsdóttir bjó til myndaspjöld með táknunum og æfðu börnin sig í að syngja lagið samhliða því að þau gerðu táknin. Hér að neðan sjást tvö spjaldanna sem Ragnheiður bjó til.

Hreyfing og leikur

Það er hægt að leika söguna. Skipta í hlutverk, stúlka, mamma, jólasveinn og börnin ákveða hvað þau nota sem jólatré. Það gæti verið sögumaður.

Samþætting

Lög sem passa við eru t.d.

  • Fimm mínútur í jól
  • Bráðum koma blessuð jólin
  • Jólasveinninn minn
  • Jólasveinninn kemur í kvöld

Bækur

  • Snuðra og Tuðra í jólaskapi
  • Jól í Ólátagarði
  • Solla Bolla og Támína
Síðast breytt
Síða stofnuð