Snæfinnur snjókarl
var með snjáðan pípuhatt,
Gekk í gömlum skóm
og með grófum róm
gat hann talað, rétt og hratt.
"Snæfinnur snjókarl!
Bara sniðugt ævintýr,"
segja margir menn,
en við munum enn
hve hann mildur var og hýr.
En galdrar voru geymdir
í gömlu skónum hanns:
Er fékk hann þá á fætur sér
fór hann óðara í dans.
Já, Snæfinnur snjókarl,
hann var snar að lifna við,
og í leik sér brá
æði léttur þá,
- uns hann leit í sólskinið.
Snæfinnur snjókarl
snéri kolli himins til,
og hann sagði um leið:
"Nú er sólin heið
og ég soðna, hér um bil."
Undir sig tók hann
alveg feiknamikið stökk,
og á kolasóp
inn í krakkahóp
karlinn allt í einu hrökk.
Svo hljóp hann einn,
- var ekki seinn-
og alveg niðrá torg,
og með sæg af börnum söng hann lag
bæði í sveit og höfuðborg.
Já, Snæfinnur snjókarl
allt í snatri þetta vann,
því að yfir skein
árdagssólin hrein
og hún var að bræða hann.
Lag: Steve Nelson
Texti: Hinrik Bjarnason
Sagan
Einu sinni var snjókarl sem hét Snæfinnur. Snæfinnur var stór og glæsilegur snjókarl með snjáðan pípuhatt og í gömlum skóm. Hann var stundum alveg kyrr eins og snjókarlar eru yfirleitt og þá í engum skóm, EN það voru galdrar í skónum sem hann átti. Og þegar hann fór í þá fóru fæturnir undir eins að dansa og hlaupa um. Hann var elskaði sólina og börn og vildi helst vera þar sem sólin skini skært og börn voru að leik. Einn daginn var hann úti, sólin skein björt og falleg og þá ákvað hann að finna einhver börn að leika við en sólin var ekki góð við Snæfinn og hann fann að hann var að soðna og bráðna. Hann tók þá undir sig stökk og fór á kolasóp beint inn í krakkahóp sem voru á torginu í bænum hans og þar söng hann og trallaði með börnunum. En sólin skein og skein og tók smátt og smátt að bræða hann svo á endanum varð hann að vatnspolli !!!
Orðaforði
Snjáður
Pípuhattur
Galdrar
Snéri kolli
Lifna við
Soðna
Bráðna
Sjónrænt
Myndrenningar sem styðja við lagið, sjá mynd.
Hreyfing og leikir
Leika söguna og finna leikmuni
Hreyfa sig eins og snjókarl sem er að bráðna, vera stífur og láti sig svo detta rólega niður
Dansa um eins og hann í gömlum skóm
Leika í snjónum og búa til snjókarla
Samþætting
Myndsköpun
Börnin teiknuðu myndir af Snæfinni snjókarli.
Náttúrufræði
Við bjuggum til lítinn snjókarl sem við létum bráðna inni. Börnin fylgdust við ferlinu og við tókum myndir af bráðnuninni.