Snjókorn falla

Frá Skógarási

Texti

Snjókorn falla á allt og alla,
börnin leika og skemmta sér.
Nú er árstíð kærleika og friðar.
Komið er að jólastund.

Vinir hittast og halda veislur,
borða góðan jólamat.
Gefa gjafir, fagna sigri ljóssins,
syngja saman jólalag.

Á jólaball við höldum í kvöld,
ég ætla að kyssa þig
undir mistiltein í kvöld
við kertaljóssins log.

Plötur hljóma, söngvar óma,
gömlu lögin syngjum hátt.
Bara ef jólin væru aðeins lengri,
en hve gaman væri þá.

Saga

Einu sinni var mikil snjókoma í desember. Snjókornin féllu á allt og alla, börnunum í bænum til mikillar gleði. Þau ljéku sér úti og skemmtu sér mjög vel. Þau voru mjög spennt því að nú er árstíð kærleikar og friðar, og jólin alveg að koma.

Jón og Sigga buðu vinum sínum og fjölskyldu heim til sín í veislu og buðu uppá góðan jólamat. Þau gáfu hvort öðru gjafir og sungu jólalög. Einnig voru þau mjög þakklát fyrir að hafa það gott.

Allir fóru svo á jólaball um kvöldið. Þar sem Jón æltar að kyssa Siggu sína undir mistilteini við kertaljós.

Alls staðar má heyra tónlist, aðalega gömlu góðu lögin. Hvort sem það eru plötur sem hljóma eða kórar að syngja söngva sem óma. Að hugsa sér bara ef jólin væru að eins fleiri dagar, mikið væri það gaman.

ATH. Skoða hvernig hægt sé að bæta inní réttinda fræðslu og mismunandi aðstæðum fólks inní. Einnig hverjir eru vinir og fjölskylda (með hverjum eyðum við jólunum)

Orðaforði og hugtök

  • Árstíð
  • Kærleiki og friður
  • Jólastund
  • Jólamatur
  • Óma/hljóma
  • Að halda (fara)

Sjónrænt (leikmunir og annað)

  • Myndrænir textarenningar (sjá myndir hér að neðan).
  • Snjókorn, mistilteinn, kertaljós, jólamatur og gjafir, plötuspilari

Hreyfingar og leikir

  • Hvaða hreyfingar geta fylgt laginu? Tákn með tali
  • Er hægt að tengja hreyfileik við það?
  • Er hægt að tengja það við hreyfingu um rýmið? Leika snjókorn, hafa jólaball
  • Er hægt að leika söguna? Æfa sig að gefa/skiptast á

Samþætting

  • Hvaða önnur lög passa við? Önnur jólalög um snjó og jólaball (rokkum i kringum jólatré, Hátíðarskap, jólin jólin allstaðar, snæfinnur snjókall, yfir fannhvíta jörð, hvít jól, ég fæ jólagjöf, þú og ég og jól, allt það sem ég óska ert þú, á jólunum er gleði og gaman, Bráðum koma blessuð jólin, babbi segir, nú er gunna á nýju skónum

  • Hvaða bækur passa við?

    • Réttindafræðsla og jólasögur sem innihalda ekki endilega jólasveina, en um að gefa gjafir og mismunandi gjafir (gjöf þarf ekki alltaf vera pakki)

    • Gott að taka umræðuna um mismunandi aðstæður í heiminum (út frá línunum Nú er árstíð kærleika og friðar og fagna sigri ljóssins,

Síðast breytt
Síða stofnuð