Kanntu brauð að baka

Stapaskóli (leikskólastig)

Texti

Kanntu brauð að baka?
Já, það kann ég.
Svo úr því verði kaka?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu mat að sjóða?
Já, það kann ég.
Og gestum heim að bjóða?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu ber að tína?
Já, það kann ég.
Stoppa í sokka mína?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu að sjóða fiskinn?
Já, það kann ég.
Og færa hann upp á diskinn?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Kanntu að vagga barni?
Já, það kann ég.
Prjóna sokka úr garni?
Já, það kann ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?
Sérðu hér er hringur?

Já, það sé ég.
Ég set hann á þinn fingur?
Já, það vil ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Prestinn mun ég panta.
Já, það vil ég.
Því hann má ekki vanta.
Nei, það skil ég.
Ertu nú alveg viss um?
Já, það er ég.
Eða ertu ef til vill að gabba mig?

Höfundur óþekktur.

Saga

Einu sinni fyrir langa löngu í fjarlægu landi var ung og falleg prinsessa sem var föst í háum turni. Vondur töframaður hafði rænt henni og falið hana í afskekktum skógi í himinháum turni því töframaðurinn vildi eiga fallegu prinsessuna aleinn. Til að passa að prinsessan myndi ekki flýja var eldspúandi dreki fyrir framann turninn sem passaði uppá að enginn myndi koma nálægt turninum.

Dag einn var ungur hermaður á hestbaki á leið í gegnum skóginn þegar hann sá turninn í fjarska. Hermaðurinn varð mjög forvitinn og ákvað að kanna turninn betur. Þegar hermaðurinn nálgaðist turninn sá hann að það var risastór eldspúandi dreki fyrir framan turninn. Hermaðurinn varð smá smeykur en ákvað að ráðast á drekann. Hermaðurinn var mjög klókur og sterkur og náði að sigrast á drekanum. Aumingja drekinn varð hræddur og flaug í burtu.

Hermaðurinn gat nú gengið inn í turninn og gekk upp margar tröppur þangað til að hann kom að svefnherbergi prinsessunar. Hann bankaði á hurðina og kom prinsessan til dyra. Hermaðurinn hafði aldrei séð jafn fallega stúlku og prinsessuna og langaði strax að giftast henni. Prinsessunni leist líka ágætlega á hermanninn en hún var samt ekki tilbúin að giftast honum fyrr en hún væri alveg viss um að hann yrði góður eiginmaður og þess vegna spurði hún hann nokkurra spurninga.

Lagið er sungið.

Prinsessan var mjög ánægð að heyra hvað hermaðurinn kunni mikið þannig að hún samþykkti að giftast honum. Prinsessan og hermaðurinn giftu sig nokkru seinna og lifðu hamingjusöm upp frá því.

Orðaforði og hugtök

  • Gabba = plata
  • Vagga barni = Rugga barni
  • Sjóða mat = Elda mat
  • Stoppa í sokka = Sauma í sokka / laga sokka
  • Garn = Efni til prjóna flíkur

Sjónrænt

Myndir settar á loðtöflu. Sjá myndir í PDF-skjali.

Hreyfing og leikur

Börnin geta farið í hlutverkaleik þar sem þau leika prinsessuna, riddarann, töframanninn og drekann. Geta verið nokkrir drekar og nokkrar prinsessur og riddarar.

Í grænni lautu.

Samþætting

Lagið endurspeglar gamaldags hlutverkaskiptingu milli kynjanna og sagan reynir að setja það í samhengi þar sem það er sett spurningarmerki við hana. Það er því upplagt að tengja við samræður og sögur um kynjahlutverk, t.d. The Paper Bag Princess eftir Robert Munsch.

Tenging við hugmyndina um að gabba, e.t.v. í sambandi við „gabbadaginn“ 1. apríl. Líka tenging við söguna um Gosa (Pinocchio) og hvernig nefið á honum stækkar þegar hann skrökvar.

Síðast breytt
Síða stofnuð