Það var einu sinni api

Frá Velli

Texti

Það var einu sinni api í ofsa góðu skapi.
Hann vildi ekki grautinn
svo hann fékk sér banana.
Bananana, amm, amm. Bananana, amm, amm.
Bananananna, Bananananna,
Bananana amm, amm.

Það var einu sinni slanga
sem slungin var að hanga. Hún þoldi
ekki apa svo hún fékk sér banana. Bananana, tsss, tsss.
Bananana, tsss, tsss. Bananananna, Bananananna,
Bananana, tsss, tsss.

Höf. óþekktur.

Textinn með gítargripum (PDF)

Sagan

Ath.: Sagan er hér sett fram sem tölusettur listi af því að við settum hana aftan á spjöldin með myndunum. Einnig hægt að sækja hana sem Word-skjal hérna.

  1. Það var einu sinni api, í ofsa góðu skapi. Þá fann hann að hann var rosalega svangur. Hann fór til mömmu og sagðist vilja fá að borða.

  2. Mamma fór inn í eldhús og eldaði graut handa apa litla.

  3. Þegar api litli sá grautinn fór hann í fýlu og sagði „Mamma! Ég vil ekki grautinn, ég vil bara banana".

  4. En mamma átti ekki til banana, svo api litli fór inn í frumskóg til að leita að banana. Og þar sá hann RISASTÓRT bananatré.

  5. En í trénu var slanga sem slungin var að hanga.

  6. Api litli varð rosalega hræddur og sagði „Kæra slanga gerðu það ekki borða mig".

  7. Þá sagði slangan „Engar áhyggjur elssskan mín, ég þoli ekki apa, því ég er vegan." Api litli varð rosalega hissa.

  8. „En viltu rétta mér einn banana?" sagði slangan.

  9. Api litli og slangan sátu saman og höfðu banana partý.

  10. BANANA, TSS, TSS, BANANA AMM, AMM\ BANANANNA, BANANANNA, TSS, TSS

Orðaforði og hugtök

Lagið:

  • Í ofsa góðu skapi
  • Grautur
  • Banani
  • Slanga
  • Slungin
  • Að hanga

Sagan:

  • Svangur
  • Eldaði graut
  • Fór hann í fýlu
  • Frumskógur
  • Risastór
  • Bananatré
  • Áhyggjur
  • Vegan
  • Hissa

Myndrænt

  • Finna til leikföngin sem koma fram í textanum
  • Búa til renning með myndum og textanum úr laginu
  • Myndaspjöld - sjá PDF-skjal
  • Búningar

Hreyfing og leikur

  • Handahreyfingar – tákn með tali
  • Leika söguna – Það er mjög auðvelt að leika söguna. Geta verið margir apar og margar slöngur.

Samþætting

Lög

  • 5 litlir apar
  • Ding dong
  • Ég fór í dýragarð í gær
  • Dýrin úti í Afríku

Bækur

  • Greppikló (slanga)
  • Lína langsokkur (api)

Þemu

  • Ávaxtaþema – Bananar
  • Þemu um dýr.
  • Matur
  • Sagan passar inn í tilfinningaþema: í ofsa góðu skapi, svangur, fýla, rosalega hræddur, engar áhyggjur, ég þoli ekki apa, rosalega hissa.
Síðast breytt
Síða stofnuð