Við erum vinir

Frá Velli

Texti

Við erum vinir, við erum vinir
Ég og þú, ég og þú
Leikum okkur saman
Leikum okkur saman
Ég og þú
Ég og þú

Lag og texti: Anders Bøgelund
Þýðing: Gísli Ásgeirsson

Sagan

Einu sinni var stúlka sem var að flytja í nýtt land. Hún þurfti þar með að byrja í nýjum leikskóla í nýja landinu sem hún var að flytja til, hún átti frekar erfitt að eigast vini í nýja skólanum því hún var of feimin til þess að nálgast hina krakkana þar sem hún talaði annað tungumál en íslensku og var ekki enn þá byrjuð að læra nema eitt og eitt orð.

Einn daginn kemur upp að henni lítill drengur og spyr hvort hann megi bjóða henni í leik. Hún játar og fara þau að leika sér saman og segir hann síðan við hana ;við erum góðir vinir. Stúlkan verður svo glöð yfir að hafa eignast nýjan vin að hún byrjar að opna sig og verður þar að leiðandi ekki jafn feimin. Það koma svo fleiri krakkar sem fengu að taka þátt í leiknum og myndaðist mikil vinátta á milli þeirra.

Það var mikil gleði og fjör og byrjuðu krakkarnir svo að syngja lagið ‘við erum vinir’. Stúlkan fór svo kát og glöð heim til sín og sagði foreldrum sínum frá því að hún hefði eignast svo marga nýja vini og vildu ólm kenna þeim lagið.

Orðaforði og hugtök

Textinn í laginu er svo einfaldur að það þarf í raun bara að útskýra orð og hugtök sem koma fram í sögunni. Þau eru eftirfarandi:

  • Vinátta
  • Bjóða í leik
  • Góður vinur
  • Kát
  • Glöð

Sjónrænt

Gerður var myndrenningur með laginu. Hann er hér sem PDF-skjal.

Hreyfing og leikur

Það eru handahreyfingar (tákn með tali) sem er oft notað með þegar að lagið er sungið.

Samþætting

Bækur

Þær bækur sem hægt væri að lesa sem tengjast vináttu, eins og lagið fjallar um eru eftirfarandi:

  • Bangsi eignast vin
  • Rauða húfan
  • Vinátta í leikskólanum

Lög

Hægt er að syngja önnur lög sem fjalla einnig um vináttu og fjalla síðan um það hvað lögin eiga sameiginlegt. Þau lög eru t.d eftirfarandi:

  • Í leikskóla er gaman
  • Við erum góð, góð hvort við annað.
  • Gull og perlur
  • Allir krakkar
  • Það er gaman að vera saman
Síðast breytt
Síða stofnuð