Björgunarsveit Latabæjar
Ógnir steðja að.
Þegar ógnir steðja að
þá er best að snúa bökum saman!
Úti er veður vont.
Þegar úti er veður vont
þá er best að snúa bökum saman!
Og standa í fætur fast
þó að fnæsi rokið hvasst
Núna má ekki neinn fá móðursýkiskast.
Latibær, stöndum saman
Latibær, stöndum saman
Latibær, langbesti bær sem ég veit!
Latibær, stöndum saman
Latibær, stöndum saman
Latibær, hér er til björgunarsveit!
Lag: Máni Svavarsson
Texti: Karl Ágúst Úlfsson