Lagið
Í nóttinni heyrist: "Ú-hú-hú",
í nóttinni heyrist: "Ú-hú-hú",
í nóttinni heyrist: "Ú-hú-hú",
Er þetta kannski draugur?
(eða: "eru þetta kannski draugar?")
Laglína: "Skip to my loo"
Hugmynd: Birte Harksen.
Þetta er eiginlega hinn þekkti leikur "Hver er undir teppinu?" í nýrri og draugalegri útgáfu og með nýju lagi. Börnin sem eru að giska fá að heyra röddina í draugnum sem segir "ú-hú" en það er líka hægt að biðja um fleiri vísbendingar eins og: "Ertu stelpa eða strákur?" eða "Hvað er fyrsti stafurinn í nafninu þínu?" o.s.frv.
Eitt eða tvö börn fara út úr herberginu meðan eitt eða tvö önnur börn fela sig undir teppi, helst silfurlitu, hvítu eða ljósgráu. Við syngjum lagið saman og barnið eða börnin sem fóru út koma aftur inn og reyna nú að giska hver draugurinn er.
Með börn undir þriggja ára aldri er nóg bara að leyfa börnunum að skiptast á að vera draugar (enginn þarf að fara út og giska). Í lok lagsins tekur maður teppið af þeim sem er draugurinn og segir "Nei, það var bara Pétur!"
Í nóttinni heyrist: "Ú-hú-hú",
í nóttinni heyrist: "Ú-hú-hú",
í nóttinni heyrist: "Ú-hú-hú",
Er þetta kannski draugur?
(eða: "eru þetta kannski draugar?")
Laglína: "Skip to my loo"
Hugmynd: Birte Harksen.
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.