El Condor Pasa

Hið heimsþekkta lag "El Condor Pasa" er gott dæmi um panflaututónlistina sem einkennir norðurhluta Andesfjallanna. Það fjallar um kondórinn, sem er stærsti fljúgandi fugl heims og ákaflega tignarlegur. Til að börnin fái betur á tilfinninguna að lagið fjallar um kondór getur maður gert stóran fugl úr pappír og látið hann fljúga yfir þau. Hér á síðunni má sjá hvernig við notum lagið í danstíma.

Að nota ímyndunaraflið

Áður en að maður fer í dansinn er gott að leyfa börnunum að lifa sig inn í söguheiminn. Þau geta ímyndað sér að þau búi í litlu þorpi langt uppi í fjöllunum þar sem kondórinn flýgur stundum yfir. Börnin hlusta nú vel á tónlistina og ímynda sér hvað er að gerast og hvernig þeim líði. Ég var svo heppin að finna þessar fallegu myndir í Góða Hirðinum. Það er hægt að smella á þær til að stækka fyrir útprentun.

Að "lesa" tónlistina

El Condor Pasa skiptist í nokkra kafla (a.m.k. sú upptaka sem við notum í myndskeiðinu hér fyrir neðan - þær geta verið mismunandi).

  1. Í fyrsta hlutanum, sem er rólegur, liggja öll börnin og "sofa" - og hlusta róleg á tónlistina.
  2. Í upphafi annars kafla heyra þau að sólin er að koma upp, og þá setjast þau upp og teygja sig, klæða sig í fötin og borða morgunmat.
  3. Síðan fara þau út að leika sér, dansa e.t.v. með slæður.
  4. Núna heyrum við kondórinn koma fljúgandi. Þau líta upp í loftið, verða glöð við að sjá hann og fylgja á eftir honum hoppandi og dansandi.
  5. Að lokum flýgur kondórinn burt, hátt upp á fjall. Það er komið kvöld. Börnin veifa til hans og hrópa bless, og svo fara þau aftur heim að sofa.

Ég man ekki lengur hvar ég fann tóndæmið sem ég nota. Þess vegna set ég það hér fyrir ykkur sem MP3-skrá: 01_El_Condor_Pasa_1.mp3

Þarna kemur kondórinn. Sjáðu mig. Sjáðu mig, kondór

Myndskeið

Hér má sjá brot úr dansinum. Hver kafli er samt lengri en það sem sést hér.

Leo Rojas

Kaflaskiptingin er ekki svo greinileg á þessu tónlistarmyndbandi sem ég fann á Youtube, en það er fallegt myndskeið og frábært til að sýna börnunum hljóðfærin og landslagið.

Lagið "El Condor Pasa" var samið af Daniel Alomia Robles frá Perú árið 1913. Hann sótti innblástur sinn til þjóðlagatónlistar úr Andesfjöllum.

Panflautur og fleiri hljóðfæri frá Andesfjöllunum

Kondórinn er þjóðarfugl Ekvadors, eins og sést á skjaldarmerki landsins.

Kondórinn í þjóðtrú Mið- og Suður-Ameríku

Condors are considered sacred animals by many Native American cultures, particularly California Indian tribes and the Andean tribes of South America. According to the origin mythology of the Wiyot Indians, Condor was the ancestor of their tribes. Other California tribes believe condors have healing powers, and California Indian doctors frequently use condor feathers as part of their traditional medicine ceremonies. In the Quechua and Aymara cultures of South America, Condor is a symbol of the sky, and is frequently represented in tribal art. The Mapuche people call Condor the King of Birds, and believe he embodies the four cardinal virtues of wisdom, justice, goodness, and leadership.

Heimild.

Síðast breytt
Síða stofnuð