Ertu að segja satt?

Einu sinni þegar ég var í París fann ég þessa litlu og skemmtilegu bók þar sem það kemur alltaf í ljós þegar maður opnar hana meira og meira að það sem maður hélt að maður sæi var í rauninni eitthvað allt annað. Mér fannst til tilvalið að tengja hana við það að plata, svo að þá varð til sagan (og lagið) um fluguna Kötu sem er alltaf að plata.

Það er væntanlega ómögulegt að finna bókina hér á landi, en neðst á síðunni er tengill á Amazon í Frakklandi, þar sem hún fæst. En hugmyndina sjálfa er hægt nota með öðrum hætti, kannski með myndum, eða þá bara leyfa börnunum að velja hvaða dýr flugan hittir næst. Þá væri í sjálfu sér líka hægt að sleppa flugunni Kötu og bara leyfa börnunum að vera sjálfum í aðalhlutverkinu.

Ég fór í skógarferð og hitti kameljón

Ég fór í skógarferð og hitti fiðrildið

Ég fór í skógarferð og hitti rottuna

Ertu að segja satt?

Flugan: "Ég fór í skógarferð 
og hitti snigilinn" x2 
Börnin: "Ertu að segja satt? 
Hittirðu snigilinn þar?"

Flugan: "Ég fór í skógarferð 
og hitti fiðrildið" x2
Börnin: "Ertu að segja satt? 
Hittirðu fiðrildið þar?"

Flugan: "Ég fór í skógarferð 
og hitti rottuna" x2
Börnin: "Ertu að segja satt? 
Hittirðu rottuna þar?"

Flugan: "Ég fór í skógarferð 
og hitti slönguna" x2
Börnin: "Ertu að segja satt? 
Hittirðu slönguna þar?"

Flugan: "Ég fór í skógarferð 
og hitti kamelljón" x2
Börnin: "Ertu að segja satt? 
Hittirðu kamelljón þar?"

Lag: "Da jeg gik en tur mødte jeg en bjørn"
Texti: Birte Harksen

Myndskeið

Hægt er að panta bókina á Amazon.fr.

Síðast breytt
Síða stofnuð