Fuchs, du hast die Gans gestohlen

Þetta lag frá Þýskalandi fjallar um ref, sem læðist í bóndabýli og stelur þar einni gæsinni. Bóndinn vaknar og hótar refnum því að veiðimaðurinn muni elta hann með "skotbyssuna" sína. Og eins og má sjá á myndbandinu þar sem börnin leika söguna, liggur refurinn í lokin með tunguna lafandi út úr kjaftinum... steindauður!

Refurinn stelur gæsinni

Í mars vorum við svo heppin að fá til okkar þýska stelpu, Katharina, sem er sjálboðaliði á vegum Alþjóðlegra Ungmennaskipta. Við börnin köllum hana Katí og hefur það verið afskaplega gaman að kynnast henni og fylgjast með því hvernig hún og börnin tengdust alltaf meira og meira. Katí er búin að vera hjá okkur í 4 mánuði en er bráðum að fara heim, svo okkur lá á að ná að gera upptökur af þýska laginu, sem hún var búin að kenna okkur. Þetta leiddi svo til mjög líflegs leiks í íþrottasalnum í framhaldinu. Skemmtilegast var að sjáfsögðu að fá að leika refinn :)

Katí okkar frá Þýskalandi (Katharina)

Veiðimaðurinn með skotbyssuna sína

Fuchs, du hast die Gans gestohlen

C
Fuchs, du hast die Gans gestohlen, 
F              C
gib sie wieder her, 
F              C
gib sie wieder her!
Dm                  C
Sonst wird dich der Jäger holen, 
G               C
mit dem Schießgewehr! 
Dm                  C
Sonst wird dich der Jäger holen, 
G                C
mit dem Schießgewehr!

Lag eftir: Ernst Anschütz, 1824

Það er áhugavert að laglínan við þetta lag er eins og "Litlu andarungarnir" okkar. Í Þýskalandi er líka til mjög svipað lag um endur, sem heitir "Alle meine Entchen" en laglínan þar er svolítið öðruvísi. Annars má nefna að lagið er notað í sambandi við fiðlukennslu eftir Suzuki-aðferðinni. Þar er það þekkt undir nafninu: "Song of the Wind". ég þakka Berglindi Sigurðardóttur fyrir að benda mér á þetta :)

Myndskeið

Íslensk þýðing

Sigriður Pálmadóttir benti mér á að til er íslensk þýðing á fyrsta erindinu. Hún er svona:

Refur þú ert ræninginn 
sem rændir bóndans gæs 
skilaðu aftur skolli minn 
í skyndi bóndans gæs
annars tek ég eldstafinn 
og á þig púðri blæs.
Síðast breytt
Síða stofnuð