Hrafnaspark
Fimur krummi flýgur hátt,
fylgir mér úr hlaði.
Best af öllu finnst mér þó
hrafnaspark á blaði.
Höf: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir
Eins og flestir vita merkir hrafnaspark venjulega ekki spark hrafns heldur ólæsilega skrift sem líkist mest af öllu kroti á blaði. Við Imma veltum orðinu fyrir okkur og fannst vanta lag um Hrafnaspark. Hún var þá ekki lengi að láta sér detta í hug þetta litla ljóð sem má syngja við laglínuna Afi minn og amma mín eða bara fara með sem vísu.
Fimur krummi flýgur hátt,
fylgir mér úr hlaði.
Best af öllu finnst mér þó
hrafnaspark á blaði.
Höf: Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir
Vísan felur í sér litla sögu ég setti myndrænt upp hér fyrir neðan. Á fyrri myndinni má sjá ömmuna að fara að tæma póstkassann með krumma fljúgandi fyrir ofan. Á seinni myndinni situr hún í hægindastólnum sínum og les bréf frá ömmubarninu sem er nýbúið að læra að skrifa - þannig að bréfið er hálfgert hrafnaspark!
Pdf-skjal til útprentunar.
Í útináminu höfðu börnin séð fuglaspor í snjónum sem þau töldu vera eftir krumma. Þau höfðu líka fundið greinar sem líktust fuglaklóm og þannig kom upp hugmynd um að gera hrafnaspark á blaði. Börnin fengu stórt blað og skrifuðu nöfnin sín með svörtum tússpenna. Næsta skref var svo að gera hrafnasparkið! Börnin völdu sér grein sem líktist hrafnakló, dýfuðu í svarta málningu og fóru síðan að láta klóna "labba" og "sparka" yfir pappírinn.
Tónlistin í myndskeiðinu er af disknum Krás á köldu svelli.
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.