Hvar á nú þetta að vera?

Púslum saman og syngjum lag um púslið um leið. Það er hægt að fá mikla málörvun út úr þessu einfalda púsli frá Melissa & Dough sem ég fann ég í Spilavinum. Lagið sem ég bjó til hvetur líka börnin að rétta upp hönd ef þau vilja fá að gera. Að sjálfsögðu eru þau oft meira upptekin af leiknum og púsluspilinu heldur en að syngja með og þess vegna smellum við líka í góm sem þeim finnst gaman að taka þátt í.

Það er stundum erfitt að fá ekki að gera þegar mann langar en það er auðvitað eitt af því leikskólabörn þurfa að læra og þjálfa sig í. Myndskeiðið hér fyrir neðan er tekið upp á tveimur yngstu deildum. Á einni deild var ég bara með níu börn og allir fengu að gera en á hinni deildinni voru börnin mun fleiri.

Myndskeið

Hvar á það að vera?

Hvar á nú kýrin að vera? 
Hvar á nú kýrin að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar kýrin mín hún á að vera.
(Í FJÓSINU)

Hvar á nú hundurinn að vera?
Hvar á nú hundurinn að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar hundurinn hann á að vera.
(Í HUNDAKOFANUM)

Hvar á nú nestið að vera?
Hvar á nú nestið að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar nestið mitt það á að vera.
(Í NESTISBOXINU)

Hvar á nú bíllinn að vera?
Hvar á nú bíllinn að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar bíllinn minn hann á að vera.
(Í BÍLSKÚRNUM)

Hvar á nú fuglinn að vera?
Hvar á nú fulglinn að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar fuglinn minn hann á að vera.
(Í FUGLABÚRINU)

Hvar á nú bangsinn að vera?
Hvar á nú bangsinn að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar bangsinn minn hann á að vera.
(Í AFMÆLISPAKKANUM)

Hvar á nú steikn að vera?
Hvar á nú steikin að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar steikin mín hún á að vera.
(Í OFNINUM)

Hvar á nú gullið að vera?
Hvar á nú gullið að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar gullið mitt það á að vera.
(Í FJÁRSJÓÐSKISTUNNI)

Hvar á nú kexið að vera?
Hvar á nú kexið að vera?
Réttu upp hönd ef þú veist það vel
Hvar kexið mitt það á að vera.
(Í KEXDÓSINNI)

Lag og texti: Birte Harksen, 2021

Síðast breytt
Síða stofnuð