I am the light
I am the light of my soul
I am bountiful
I am beautiful
I am BLISS
I am, I am
Þessi mantra hefur verið sett við ýmsar laglínur. Laglínan sem ég nota kemur frá Gurudass Kaur og þar er reyndar sungið "I am the light of the soul".
Þessi mantra er alveg í uppáhaldi hjá mér. Mér finnst textinn fallegur og hreyfingarnar falla einstaklega vel að honum. Almennt er ég mjög hrifin af því að nota möntrur með börnunum í ýmsu samhengi. Þær skapa bæði ró og innri frið og styrkja samkennd þegar við erum öll að fylgjast að í hreyfingu og söng. Það er athyglisvert að oft finnst mér auðveldara að fá öll börnin til að taka þátt í hreyfingum með mér þegar um möntru er að ræða heldur en önnur lög.
I am the light of my soul
I am bountiful
I am beautiful
I am BLISS
I am, I am
Þessi mantra hefur verið sett við ýmsar laglínur. Laglínan sem ég nota kemur frá Gurudass Kaur og þar er reyndar sungið "I am the light of the soul".
Af hugarfrelsi.is:
Lokaðu augunum. Sjáðu fyrir þér ljós í hjarta þínu. Leyfðu ljósinu að skína skært svo aðrir geti notið þess með þér.
Eitt af því sem gerir þessa möntru svo heillandi eru handahreyfingarnar sem fylgja orðunum svo vel. Það þarf að útskýra fyrir börnunum hvað orðin merkja svo að þau tengi merkinguna við hreyfingarnar.
Þessar hreyfingar sjást auðvitað betur á myndskeiðinu hér að neðan.
Fyrri hluti myndskeiðsins sýnir börn á Aðalþingi vorið 2023 og sá síðari hóp barna af Urðarhóli á Bókasafni Kópavogs haustið 2022.
Sláðu inn leitarorð hér að neðan.