Kjúlli-Snúlli
Sagan af Kjúlla-Snúlla (eða Unga litla) er hér í eins konar rappútgáfu þar sem öll samtöl milli dýranna fara fram í rapplegum riþma, sem börnin geta fljótt tekið þátt í.
Kjúlli-Snúlli
Einu sinni var lítill kjúklingur sem hét Kjúlli-Snúlli. Honum þótti gaman að fara í gönguferð í skóginum. En einn daginn þegar hann var þar að skoða sig um, datt hneta úr einu trénu og fór beint í kollinn á honum.
Hann var svo skelkaður, að hann hljóp beint heim til mömmu sinnar og hrópaði:
“Ó, Hæna-Væna, skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”
Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, En vitið þið hvað gerðist svo...?"
Þau hittu Hana-Vana!
“Ó, Hani-Vani! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.
Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú. En vitið þið hvað gerðist svo...?
Þau hittu Önd-Rönd!
“Ó, Önd-Rönd! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.
Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur. En vitið þið hvað gerðist svo...?
Þau hittu Gæs-Næs!
“Ó, Gæs-Næs! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Önd-Rönd?”
”Það sagði Hani-Vani.”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.
Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur, Gæs-Næs fimm. En vitið þið hvað gerðist svo...?
Þau hittu Stegg-Legg!
“Ó, Steggur-Leggur! Skógurinn hrynur!”
“Hvernig veistu það, Gæs-Næs?”
”Það sagði Önd-Rönd.”
“Hvernig veistu það, Önd-Rönd?”
”Það sagði Hani-Vani.”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.
Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur, Gæs-Næs fimm, Steggur-Leggur sex. En vitið þið hvað gerðist svo...?
Þau hittu refinn.
“Góða kvöldið! Hvert eruð þið að hlaupa?” spurði refurinn.
“Æ, Rebbi-Stebbi. Skógurinn hrynur!” sagði steggurinn.
“Hvernig veistu það, Steggur-Leggur?”
”Það sagði Gæs-Næs.”
“Hvernig veistu það, Gæs-Næs?”
”Það sagði Önd-Rönd.”
“Hvernig veistu það, Önd-Rönd?”
”Það sagði Hani-Vani.”
“Hvernig veistu það, Hani-Vani?”
”Það sagði Hæna-Væna”.
“Hvernig veistu það, Hæna-Væna?”
“Það sagði litli Kjúlli-Snúlli!”
“Hvernig veistu það, litli Kjúlli Snúlli?”
“Ó! Það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!
Já, það skaust og það braust ofan á kollinn á mér!”
“Ó, hjálpi mér! Við skulum hlaupa burt!”.
Og þau hlupu og hlupu eins og fætur toguðu: Kjúlli-Snúlli, einn, Hæna-Væna, tvö, Hani-Vani þrjú, Önd-Rönd fjögur, Gæs-Næs fimm, Steggur-Leggur sex, Rebbi-Stebbi sjö. En vitið þið hvað gerðist svo...?
En allt í einu stoppaði refurinn skyndilega og hrópaði:
“Stans! Ég verð að telja ykkur!
Steggur-Leggur einn, Gæs-Næs tvö, Önd-Rönd þrjú, Hani-Vani fjögur, Hæna-Væna fimm og Kjúlli-Snúlli sex.
En nú ert þú vist orðinn þreyttur,
svo ég skal beri þig!”
Og svo greip hann Kjúlla-Snúlla, beit hann á barkann og henti honum upp á bakið á sér. Svo hlupu allir áfram.
Eftir smástund stoppaði refurinn aftur og hrópaði:
“Stans! Ég verð að telja ykkur!
Steggur-Leggur einn, Gæs-Næs tvö, Önd-Rönd þrjú, Hani-Vani fjögur, Hæna-Væna fimm.
En nú ert þú víst orðin þreytt,
svo ég skal bera þig!”
Og svo greip hann Hænu-Vænu, drap hana og kastaði upp á bakið á sér. Svo hlupu þau áfram.
Þannig stansaði refurinn nokkrum sinnum til að telja fuglana, og drap alltaf einn og henti upp á bakið á sér, þar til hann var búinn að drepa þá alla.
Refurinn var nú mjög ánægður. Hann hljóp sem leið lá niður í grenið sitt þar sem sjö svangir yrðlingar biðu eftir honum. “Verði ykkur að góðu, börnin mín,” sagði refurinn við þau um leið og hann lagði frá sér byrði sína.