Krókódíll í leyni

Þessi leikur er mjög vinsæll hjá elstu börnunum. Ef salurinn er lítill er betra að börnin séu ekki fleiri en 10. Leikurinn er eftir danska tónlistarkennarann Lotte Kærså. Hann er að finna á DVD-disknum Leg, musik og bevægelse.

Öll börnin safnast saman öðrum megin í salnum, í röð upp að veggnum. Salurinn er fljótið og þau eiga að fara yfir á hinn bakkann (sem er við vegginn hinum megin). Kennarinn (eða eitt barnana) er krókódíll. Hann situr til hliðar með fimm mjúka bolta, einn fyrir hvert krókódílabarn.

Kennarinn þylur innganginn og börnin endurtaka eftir hverja línu um leið og allir klappa taktinn. (Inngangurinn er einungis notaður í upphafi leiksins).:

Ég ligg hér í kafi og er alveg kyrr
Ég er ótrúlega svangur sem aldrei fyrr
Brátt koma börnin a leiðinni heim
gaman væri nú að gæða sér á þeim

Leikurinn

Kennarinn þylur og börnin endurtaka eftir hvora línu (um leið og allir klappa):

Krókódillinn liggur í leyni úti í fljóti
Hann bíður eftir færi á að éta okkur

Allir saman:

Krókó- einn, 
krókó- tveir, 
krókó- þrír, 
krókó- fjórir,
krókó- fimm
krókó- dílabörn

Um leið og sagt er „einn“, „tveir“ o.s.frv. er viðkomandi bolta slegið í gólfið.

Kennarinn segir: „Nú eiga börnin að hoppa yfir fljótið“ (eða valhoppa, eða hlaupa afturábak, eða hoppa á öðrum fæti, eða hoppa á hlið, hoppa jafnfæti o.s.fr.) Þegar börnin fara yfir lætur hann boltana rúlla yfir gólfið og reynir að hitta einhver barnanna. Best er að hitta ekki allt of mörg í byrjun.

Þau börn sem verða fyrir bolta breytast í krókódílabörn og hjálpa til við að senda bolta af stað í næstu umferð. Þegar meira en fimm börn hafa orðið fyrir bolta er leiknum lokið (eða þá að maður sækir fleiri bolta).

Hugmynd: Lotte Kærså.
Þýðing: Birte Harksen og Baldur

Síðast breytt
Síða stofnuð