
Leg, musik og bevægelse
Lotte Kærså
Þetta er mynddiskur (DVD) með hugmyndum og leiðbeiningarefni handa kennurum (þ.m.t. leikskólakennurum) sem vinna með tónlist og hreyfingu. Mál: danska.

DVD
Efnið á mynddisknum er um 160 mínútúr á lengd. Það sýnir mörg dæmi um starf Lotte Kærså með börnum. Hingað hef ég sótt margar hugmyndir sem ég nota í vinnu minni í leikskólanum.
Efninu er skipt eftir aldri barnanna (frá 1-2 ára upp í 7-8 ára), og undir hverjum aldurshópi má skoða nokkur myndskeið. Ég hef þýtt mörg af lögunum og leikjunum yfir á íslensku, svo að um þau má lesa annars staðar hér á wiki-síðunni.
Á mynddisknum má finna áþreifanlegar og nytsamlegar hugmyndir og frábæran innblástur til að örva þroska barnanna í hugsun, hugtökum og tungumáli, tónvitund, hreyfihæfni, hugmyndaflugi og félaglegri getu.
Ég mæli eindregið með disknum fyrir alla sem koma að tónlistarstarfi með leikskólabörnum (og sem skilja dönsku).