Ingibjörg Ásdís Sveinsdóttir (Imma) sem er að vinna með mér á Urðarhóli er alveg frábær og yndislegur sögumaður sem með skemmtilegri raddbeitingu tekst að draga áhorfendur með sér inn í veröld bókarinnar. Hún er þar fyrir utan snillingur í að finna nýja leiðir til að auka þátttöku barnana í sögustundinni til dæmis með því að tengja lag við bókina.
Á upptökunni hér fyrir neðan sést gott dæmi um þetta: Bókin heitir "Litla bláa lestin" og fjallar um leikfangalest sem lendir í vandræðum á leið upp brekku og þarf hjálp til að komast áfram. Margar lestir stoppa en engin vill hjálpa henni. En þegar litla blá lestin kemur, segir hún: "Ég skal reyna eins og ég get" - og henni tekst það!
Lagið sem Imma notar er upphaflega eftir Burl Ives en hún þýddi textann yfir á íslensku. Imma hefur líka þýtt fleira lög eftir hann: Lítil hvít önd, Hvalurinn Sara, Þrjár litlar uglur og Froskur fór í bónorðsferð.
Litla bláa lestin
Nú ætla ég að segja ykkur
litla sögu í dag.
Og ef þíð eruð stúrin
hún kemur öllu í lag.
Við stundum erum lítil
þó við viljum vera stór,
svo tökumst nú í hendur
og syngjum öll í kór:
Ég veit ég get
Ég veit ég get!
Ég veit ég þetta get!
Og ef að ég nú efast fer
ég segi: "Ég veit ég þetta get!"
Ég veit ég get! Ég veit ég get! o.s.frv.