Litla kisa mín

Þetta litla sæta kisulag er svo auðvelt að nota með litlum börnum bæði af því að hver lína er endurtekin en líka af því að þau geta tekið svo mikinn þátt (með því að leika kisur) þó að þau syngi kannski ekki mikið með. Mér finnst þau alveg yndisleg í myndskeiðinu fyrir neðan.

Lagið er eftir Lotte Kærså af plötunni Avra for Laura, en hún er einn þekktasti tónlistaruppeldisfræðingur (musik-og bevægelsepædagog) Dana, enda hef ég fengið mjög mikinn innblástur frá hugmyndum hennar og kennsluaðferðum.

Litla kisa mín

Litla kisa mín,
litla kisa mín,
hvert ferð þú er tunglið skín?
Litla kisa mín,
litla kisa mín,
hvert ferð þú er tunglið skín?

Ég fer út að veiða mýs,
ég fer út að veiða mýs.
Ég fer út að veiða mýs,
ég fer út að veiða mýs.

Litla kisa mín, 
litla kisa mín, 
hér er mjólkuskálin þín. 
Lepja lepja lepja lepja mjólk 
lepja lepja lepja lepja mjólk

Litla kisa mín, 
litla kisa mín,  
Nú kem ég með fisk til þín. 
Nammi nammi nammi borða fisk, 
Nammi nammi nammi borða fisk

Litla kisa mín, 
litla kisa mín, 
Komdu leggstu hér hjá mér. 
Lú lú lú lú lú lú lú lú lú 
Lú lú lú lú lú lú lú lú lú

Lag: "Lille sorte kat" eftir Lotte Kærså
Þýð.: Birte Harksen

PDF-skjal með textanum ásamt gítargripum: Litla_kisa_mín.pdf

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð