Lukkuhjól

Lukkuhjólið er skemmtileg leið til að skapa meiri fjölbreytni í samverustundum. Hjólinu er snúið til að ákveða hvað maður eigi að gera næst.

Hugmyndin er að eitt barn fær að snúa. Maður lendir á einhverjum ákveðnum flokki, og það er svo eitthvað úr þeim flokki sem við gerum næst í samverustundinni. Hver flokkur hefur sinn lit, og við höfum komið upp safni af hugmyndum í hverjum flokki sem við höfum sett upp á spjöld í tilsvarandi lit. (Það væri líklega betra að hafa alla reitina jafn stóra, en ekki misstóra eins og á myndinni).

Á annarri myndinni hér að ofan sjást hugmyndaspjöldin. Oft er sniðugt að vera búinn að ákveða hvaða spjöld maður ætlar að nota þennan dag. Og það getur svo annaðhvort verið eitthvað sem börnin þekkja fyrir eða eitthvað nýtt sem okkur langar til að prófa með þeim.

Hér eru flokkarnir tíu, en fyrir minni börnin er væntanlega betra að hafa færri flokka, t.d. bara Hljóðfæri, Hreyfing, Leikir og Söngur.

Síðast breytt
Síða stofnuð