Mage Podi Thara (Litla öndin)

Það er ekki á hverjum degi að maður heyrir sinhalísku á Íslandi, en hún er algengasta tungumálið á Sri Lanka. Ég fékk lítinn strák af leikskólanum mínum til að hjálpa mér að syngja þetta sæta litla lag um hvíta önd sem svalar sér í vatninu. Þess má geta að á Íslandi búa um 150 manns frá Sri Lanka.

Mage Podi Thara

Mage poḍi tara 
"Pi Pi" gava.
Hoṭa ratu paṭayi 
annga sudu paṭayi.
Ara ara pena 
sitala vature.
At taṭu sala salamin
pina pina nava.

මගෙ පොඩි තාරා 
පී පී ගෑවා..
හොට රතු පාටයි 
ඇඟ සුදු පාටයි..
අර අර පේනා 
සීතල වතුරේ..
අත් තටු සල සල 
පීන පීන නෑවා..

Íslensk þýðing

Litla öndin mín kallar: "Píp píp".
Goggurinn er rauður og búkurinn er hvítur.
Hún var að baða sig í svalandi vatninu.
Blakaði vængjunum og synti um.

Myndskeið

Hér er líka annað myndskeið með laginu á YouTube.

Síðast breytt
Síða stofnuð