Moldvörpumúsik (O, sole mio)

"Mole Music" er yndisleg bók eftir David McPhail með fallegan boðskap: að tónlist getur skapað samkennd og þannig breytt heiminum til hins betra. Bókin segir frá moldvörpunni Gústav sem setur sér það markmið að læra að spila á fiðlu. Hann æfir sig þrotlaust, og við sjáum hvernig tónlistin fær tré sem vex ofan við holuna hans til að vaxa, og fólk og dýr sem koma nálægt trénu stoppar og hlustar á þessa töfratóna. Bókin á Amazon

Mole Music eftir David McPhail

Þegar ég leitaði leiða til að nota bókina datt mér í hug að draga fram gömlu fiðluna mína og kynna það hljóðfæri fyrir börnunum. Ég valdi lag til að vera "lagið hans Gústavs". Það var "O, sole mio". Til að tengja það frekar bókinni gerðum við maðurinn minn nýjan texta við lagið og kölluðum hann "Moldvörpumúsík".

Einar Clausen tenórsöngvari er pabbi eins barnanna á stofunni hjá mér, og hann var svo vænn að koma til okkar og syngja "O, sole mio" fyrir okkur á ítölsku :-)

Moldvörpumúsík

Í dimmum göngum
undir eikarrótum
heyrist í björtum
undurfögrum nótum

Á sólarengi
allir safnast saman:
Úr iðrum jarðar
berst þeim töfralag

Moldvörpumúsik
er mér svo kær,
og fiðlan hljómar
svo fagurtær.

Ó, hlustið
á hljómaflóð
er Gústav leikur
sinn ljúfa óð!

Lag: "O, sole mio"
Texti: Baldur A. Kristinsson

Síðast breytt
Síða stofnuð