Þetta lag er alltaf mjög vinsælt bæði hjá yngri og eldri börnum. Hér "leika" tveggja ára börn á Urðarhóli lagið og nota leikmuni til aðstoðar eins og t.d. kindarhorn, bláar plastræmur til að sýna vindinn og hvítt flísteppi sem táknar snjóinn á Esjunni. Myndskeiðið hér að neðan var tekið upp á Stjörnuhóli, janúar 2011.
Nú er úti norðanvindur
Nú er úti norðanvindur,
nú er hvítur Esjutindur.
Ef ég ætti úti kindur
mundi ég setja þær allar inn,
elsku besti vinur minn.
:,:Úmbarassa, úmbarassa,
úmbarassasa - hey!:,:
Texti: Ólafur Kristjánsson frá Mýrarhúsum
Lag: Ungverskt þjóðlag
Það eru reyndar til fleiri erindi, en með yngstu börnunum nota ég yfirleitt bara það fyrsta - enda þarf alltaf að syngja það oft því að öll börnin langar til að leika Esjuna :-)