Í kringum bóndadag er þorramatur sjálfsagt kynntur fyrir börnunum í
flestum leikskólum á landinu. Af því að þessi matur er frekar ókunnugur
fyrir börnin virkar það sérstaklega vel að nota ljósmyndir - og gaffal
:o) með þegar við tölum og syngjum um hann. Hér eru börnin í Stubbaseli
að "smakka" á matnum.
Á Urðarhóli er hefð fyrir að nota lagið "Ó, hangikjöt", sem sungið
er eftir sömu laglínu og "A-ramsa-sa". Textinn eftir Guðlaugu
Kristjánsdóttur (Kópasteini):
Ó, hangikjöt
[D] Ó, hangikjöt, ó, hangikjöt,
[A] og rófustappa, grænar baunir, [D] súrhvalur!
Ó hangikjöt, ó, hangikjöt,
[A] og sviðasulta, hrútspungar og [D] harðfiskur!
[D] Og hákarl, og flatbrauð!
[A] Mér finnst svo gott að borða allan [D] þennan mat!
Og hákarl, og flatbrauð!
[A] Mér finnst svo gott að borða allan [D] þennan mat!
Myndskeið
Á myndskeiðinu hér fyrir neðan erum við að leika okkur með að rugla
erindunum með því að draga spjöld fyrir næsta "rétt". Það er alltaf mjög
gaman - og furðulegt hvernig hákarlinn lendir alltaf á réttum stað :)
Hitt myndskeiðið sýnir samsöng í matsal á þorrablótinu.
Súrsaðir pungar
Í Hæðabóli, Lundabóli og
e.t.v. fleiri leikskólum í Garðabæ er sungið eftirfarandi lag eftir
söngsveitina Randver (við laglínuna "Allur matur verður að fara").
Súrsaðir pungar, svið og læri,
skyrhákarl og vökvinn tæri.
Et og drekk, et og drekk
af andans list og eftir smekk.
Á þorrablóti er gleði og gaman
Á heimasíðu Hæðabóls sá ég ennig skemmtilega breytingu á jólalagi í
þorralag:
Á þorrablóti er gleði og gaman þei, þei, þó.
Þá syngja allir krakkarnir og borða þorramat,
þá mun ríkja gleði og gaman, allir hlæja og syngja saman,
þei, þei, þó.