Ólafur Liljurós

Ólafur Liljurós er eitt af þeim lögum sem hefur miklu meiri áhrif á börnin ef það er gert mikið úr því að útskýra söguna í því fyrir börnunum og láta þau finna fyrir stemmningunni. Stelpurnar á myndinni hér fyrir neðan teiknuðu Ólaf og álfana, klipptu þau út og bjuggu til litlar brúður úr myndunum. Svo settu þær upp leikrit um leið og allir sungu lagið, og lifðu sig algerlega inn í það.

Ólafur Liljurós

Ólafur reið með björgum fram,
villir hann, 
stillir hann
hitti' hann fyrir sér álfarann,
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein álfamær,
villir hann, 
stillir hann
sú var ekki kristni kær.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út ein önnur,
villir hann, 
stillir hann
hélt á silfurkönnu.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út hin þriðja,
villir hann, 
stillir hann
með gullband um sig miðja.
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Þar kom út hin fjórða,
villir hann, 
stillir hann
hún tók svo til orða:
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Velkominn Ólafur Liljurós!
villir hann, 
stillir hann
Gakk í björg og bú með oss".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

"Ekki vil ég með álfum búa,
villir hann, 
stillir hann
heldur vil ég á Krist minn trúa".
þar rauður logi brann.
Blíðan lagði byrinn undan björgunum,
blíðan lagði byrinn undan björgunum fram.

Lag og texti: Íslenskt þjóðlag.
Lagið á Spotify
Gítargrip

Síðast breytt
Síða stofnuð