Saknaðarljóð Gínu Mömmu

Pílu pínu platen
Hljótt er nú í húsum inni
Harmur býr í allra sinni
Hvar er litla Píla Pína
Sárt er að missa sína.
Burt hún hvarf og brekkan grætur
birtist mér í draumi nætur
Veslings litla Píla Pína
Sárt er að missa sína.
Músaguð við hættum hlífi
henni,sé hún enn á lífi
Græt ég litla Píla Pína
Sárt er að missa sína.
Rætist óskir hennar heitar
hún það finni sem hún leitar
Komdu aftur Píla Pína
Sárt er að missa sína