„Folinn“ er einfalt og skemmtilegt lag þar sem börnin ímynda sér að þau séu folöld sem geysa um salinn þar til þau verða þreytt og lulla hægt og rólega heim á leið. Að lokum leggjast þau niður til að hvíla sig, áður en þau byrja aftur að valhoppa um salinn.
Helga Rut Guðmundsdóttir þýddi lagið, en það má finna í bókinni Vísnagull sem er hluti af Tónagulls-verkefni hennar. Lagið er hér á Spotify.
Sjáið folann valhoppa
C
//:Sjáið folann valhoppa, valhoppa
F G C G C
fram um moldarveg :// 3x
C
Sjáið folann lulla heim
F G C
þreyttur hann er
F G Am
þreyttur hann er
F G C
þreyttur hann er.
Lag: See the pony galloping (bandarískt lag)
Þýðing: Helga Rut Guðmundsdóttir