
Skuggadans
Hvítt lak, kastljós og skemmtileg tónlist. Meira þarf ekki til að fá þennan galdur til að virka. Við Imma glöddumst enn einu sinni yfir hvað elstu börnin á deildinni höfðu gaman af að dansa og það var hreint út sagt magnað að horfa á þennan töfrandi skuggadans hjá þeim.
Þetta myndskeið er alveg í uppáhaldi hjá mér af því að börnin eru svo dásamleg! Það er yndislegt þegar maður fær að vera vitni að barni útvikka sjálfsmynd sína með þvi að prófa eitthvað nýtt :) Tónlistin er úr myndinni "The Piano" - lagið heitir "The Heart Asks Pleasure First" og er hér á Spotify.
Síðast breytt
Síða stofnuð