Söngpoki

Setjum hluti í poka. Hver hlutur stendur fyrir lag (eitt eða fleiri). Börnin skiptast á að taka upp úr pokanum, og við syngjum saman lögin sem tengjast hlutunum.

Söngpoki

Hvað er í pokanum

Dæmi: Ef barn tekur kött upp úr sekknum, ákveður það hvort við eigum að syngja eitthvert lag um kött saman, eða hvort barnið vill syngja eitt, eða hvort við eigum jafnvel að syngja eitthvert frumsamið lag.

Ég nota sleðaflautu (sést á myndinni hér að ofan). Þegar barn stingur höndinni niður í pokann blæs ég í hana til að skapa stemmningu.

Söngpoki með myndum

Í stað hluta er líka hægt að nota myndir. Það er einfalt að finna góðar myndir á netinu, prenta þær og plasta og setja svo í pokann.

Hér er PDF-skjal með slíkum myndum sem þið getið prentað út og notað. Flestar myndanna passa við lög sem eru mikið sungin í leikskólum landsins. Á myndunum hér fyrir neðan er forskoðun af því sem er í skjalinu.

Síðast breytt
Síða stofnuð