Suss! Barnið mitt sefur

Tælensk móðir er nýbúin að svæfa barnið sitt þegar hún heyrir í mýflugu. "Suss! Sérðu ekki barnið mitt sefur?!" segir hún við mýfluguna, en þá byrjar hins vegar alltaf eitthvert annað dýr að hafa hátt: fyrst eðla, svo köttur, mús, froskur, svín o.s.frv. Alltaf syngur mamman litlu vögguvísuna sína, en gerir sér ekki grein fyrir að barnið er glaðvakandi og farið á stjá í húsinu...

Bókin heitir: "Hush! A Thai Lullaby" eftir Minfong Ho og Holly Mead. Hægt er að skoða eða panta hana á Amazon.co.uk.

– Þetta er fyrsta erindið, en fyrsta línan breytist auðvitað eftir því hvaða dýr er að hafa hátt:

Suss!

Litla fluga hafðu hljóð
sérðu ekki barnið mitt sefur?
Ég er að syngja vögguljóð
og allt of hátt þú hefur!

Gekkó eðla hafðu hljóð...
Svarti kisi hafðu hljóð...
Gráa mús, ó hafðu hljóð...
Græni froskur...
Stóra svín...
Hvíta önd...
Vatnavísundur...
Stóri fíll...

Lag: Hush Little Baby

Myndskeið

Suss!

Glaðvakandi...

Síðast breytt
Síða stofnuð