Um landið bruna bifreiðar

Þetta lag gerir lukku bæði hjá stórum og smáum, sem kom mér reyndar svolítið á óvart af því að ég hef alltaf bara notað það með þeim yngstu. Núna uppgötvaði ég hins vegar að það sem elstu börnunum finnst sérstaklega skemmtilegt er að ýta saman lófunum tvö og tvö í viðlaginu þegar þau syngja "Babú". Það er alveg dásamlegt að fylgjast með tengslunum og gleðinni sem verður milli þeirra. Upptökurnar neðst á síðunni voru meðal annars gerðar í sameiginlegri söngstund þar sem allar deildir leikskólans komu saman.

Þegar ég sá þetta púsluspil datt mér strax í hug að það gæti verið gaman að nota það með þessu lagi. Til að púsluspilið passaði alveg við lagið, bætti ég við tveimur erindum, með rútu og lest. Ég leyfi börnunum að velja í hvaða röð við púslum púslið og syngjum lagið.

Um landið bruna bifreiðar

Um landið bruna bifreiðar, bifreiðar, bifreiðar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Babú babú tra la la la la la la
Babú babú tra la la la la.

Um loftin fljúga flugvélar, flugvélar, flugvélar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Babú babú tra la la la la la la
Babú babú tra la la la la.

Um höfin sigla skúturnar, skúturnar, skúturnar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar.
Babú babú tra la la la la la la
Babú babú tra la la la la.

Um sveitir keyra rúturnar, rúturnar, rúturnar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar. 
Babú babú tra la la la la la la
Babú babú tra la la la la.

Á teinum þjóta lestarnar, lestarnar, lestarnar.
Með þeim við skulum fá oss far og ferðast hér og þar. 
Babú babú tra la la la la la la
Babú babú tra la la la la.

Höfundur: Magnús Pétursson
Lagið á Spotify í flutningi Svanhildar Jakobsdóttur

Myndskeið

Síðast breytt
Síða stofnuð