Ferðalag um íslenskt skólakerfi

Heilsuleikskólinn Urðarhóll, Kópavogi

Haustið 2022 var tekið stutt sjónvarpsviðtal við mig um tónlistarstarfið á Heilsuleiskólanum Urðarhóli og um vefinn og þróunarverkefnið Börn og tónlist. Þetta viðtal var tekið upp af N4 og síðan sýnt á sjónvarpsstöðinni sem hluti af þáttaröð sem kallaðist "Ferðalag um íslenskt skólakerfi". Í þessu ferðalagi voru kynnt mörg dæmi um frábært þróunar- og nýsköpunarstarf á öllum skólastigum eins og sjá má á listanum neðst á síðunni. Kynningarnar voru gerðar að frumkvæði Ingva Hrannars Ómarssonar og voru um leið hluti af Utís Online 2022. Þess má geta að einmitt um þessar mundir er hægt að skrá sig á næstu Utís Online 2024 ráðstefnuna sem fer fram í september. Upplýsingar um ráðstefnuna má finna hér.

Myndskeið

Börn og tónlist - Heilsuleikskólinn Urðarhóll from Utís Online on Vimeo.

Umferðarlagið sem við syngjum í myndskeiðinu heitir Umferðarklár og má finna á síðunni hér. Það var annars mjög eftirminnilegt að daginn sem upptökurnar fóru fram var deildin okkar Sjávarhóll einmitt nýbúin að flytja tímabundið yfir í Siglingaklúbbinn Ými í Kópavoginum sem var mjög ljúft og skemmtilegt.

Utís Online

Utís er árleg ráðstefna um nýsköpun og stefnumörkun í íslensku skólastarfi, einkum í sambandi við upplýsingatækni, og er ætlað kennurum, skólastjórnendum og öðru starfsfólki á öllum skólastigum. Hún er skipulögð af Ingva Hrannari Ómarssyni og er haldin annaðhvert ár á Sauðárkróki og annaðhvert á netinu.

Grein um Utís Online 2024 í Skólavörðunni þann 7. maí 2024

Um Ingva Hrannar

Ingvi Hrannar Ómarsson er menntaður grunnskólakennari og með meistaragráðu frá Stanfordháskóla í Bandaríkjunum. Hann hefur meðal annars beitt sér fyrir notkun upplýsingatækni í skólum og er stofnandi Utís. Ingvi Hrannar er að auki handhafi hvatningarverðlauna Íslensku menntaverðlaunanna 2020 fyrir framúrskarandi stuðning við starfsþróun íslenskra kennara með miðlun framsækinna hugmynda um skapandi skólastarf, nýsköpun og upplýsingatækni þar sem nemandinn er í brennidepli.

(Skólavarðan, maí 2024)

Aðrir skólar í Ferðalaginu um íslenskt skólastarf 2022

  • Krikaskóli: Útinám á leikskólastigi.
  • Leikskólinn Aðalþing: Eiturefnalaus leikskóli.
  • Helgafellsskóli: Snjallræði - Hönnunarhugsun.
  • Garðaskóli: Hreyfing og útivera þegar hentar.
  • Borgarholtsskoli: Nýsköpunarhraðall.
  • Langholtsskóli:Smiðjan og 15% val.
  • Heiðarskóli Reykjanesbæ: Leikslist og jóga í stundatöflu nemenda.
  • Stapaskóli: Stapamix.
  • Brekkubæjarskóli: Nemendastýrð viðtöl.
  • Laugarlækjarskóli: Málið.
  • Engjaskóli: Læsisfimman.
  • Menntaskólinn á Tröllaskaga: Tröllaskagamódelið.
  • Giljaskóli: Tækni fléttuð inn í skólastarfið.
  • Grunnskólinn Borgarnesi: Búbblan.

Í september 2024 verður sem sagt aftur haldin Utís Online ráðstefna og þá heldur Ferðalagið um íslenskt skólakerfi áfram með fleira kynningum á framúrskarandi skólastarfi um land allt.

Síðast breytt
Síða stofnuð