
Vélmennahljóð
Að leyfa börnunum að taka upp og hljóðblanda getur verið góð leið til að gera þau meðvituð um hljóð í umhverfi sínu og sjá hvernig þau geta tengt saman umhverfishljóð og tónlist. Hér er dæmi um það.
Hópur fimm ára drengja var að leika sér með vélmenni og þeim datt í hug að taka upp hljóðin sem það bjó til. Þeir reyndu að stjórna hvaða hljóð mynduðust og skoðuðu um leið í tölvunni hvernig hljóðið "leit út" grafískt. Ég útskýrði fyrir þeim að það væri hægt að leggja mörg hljóðspor saman og í framhaldi tóku þeir upp eitt spor þar sem þeir spiluðu á hljómborð, eitt spor með ásláttarhljóðum og eitt spor þar sem þeir töluðu þeir saman um hvernig maður getur búið til vélmenni.

Vélmennið

Í tölvunni
Eftir á var þessum sporum blandað saman og MP3-skráin sem er tengt inn á hér að neðan er hluti úr þeirri hljóðblöndun.