Vikivaki

Í vikunum í kringum þorrablótið æfðum við vikivaka með elstu börnunum. Við byrjuðum á að láta þau fara úr hægri sokknum sínum og æfðum þá skrefin með því að segja "tásur-tásur-sokkur". Þessu breyttum við síðan í "viki-viki-vaki".

Myndin hér fyrir ofan var tekin þegar leikskólarnir voru boðnir í Hörpuna til að sjá færeyska tónlistarævintýrið "Veiða vind".

Hvað er vikivaki?

Vikivaki er ákveðin gerð af þjóðdans sem tíðkaðist á öllum Norðurlöndum á 16.-18. öld en orðið er einnig notað um kvæðin sem sungin voru við slíka dansa, og um svipuð kvæði frá seinni tíð.

Á þessari síðu á Vísindavef HÍ má lesa tilgátur um uppruna orðsins.

Síðast breytt
Síða stofnuð