Vinkar og vinkar mér

Hjördís Heiða Másdóttir

Hjördís Heiða Másdóttir á leikskólanum Brimver á Eyrarbakka sendi mér þessari frábæru hugmynd. Hún vinnur með yngstu börnin (1-2 ára) sem geta oft verið smá feimin í byrjun samverustundar. Þess vegna bjó hún til texta við laglínuna: "Hver var að hlæja" til að fá öllum börnunum til að líða vel.

Texti

Hvar er hún Stella? Er hún Stella hér?
Kanski hún Stella vilji vinka mér?
Stella hún vinkar og vinkar mér.
Mikið er skemmtilegt að hafa þig hér!

...og svo koll af kolli hvert barn og allir vinka.

Lýsing

Hönd borin upp að augabrúnum og skimað eftir því barni sem er sungið til, svo allt í einu sérðu barnið og þá verður þú voðalega glöð og vinkar barninu. Hendur krosslagðar á brjóst þegar sungið er "mikið er skemmtilegt að hafa þig hér".

Mig (Birte) langar að þakka Hjördísi kærlega fyrir að senda inn efni á vefinn og vil nota tækifærið til að hvetja alla til að gera slíkt hið sama :-)

Síðast breytt
Síða stofnuð